Um Sjönu
Sjana Rut sækir töluvert í orkuna sem flæðir um nátturuna á eyjunni okkar fallegu sem birtist oft í listaverkum hennar.
Verkin hennar Sjönu eru bæði heilandi og lifandi og endurspegla drauma, vonir og fegurð ásamt því að sum verk hennar sýna ískaldan veruleikann og það sem honum fylgir.
Listin hennar er bæði jarðbundin, orkumikil og full af lífi. Mörg verk hennar sýna hversu djúpvitur og andlega tengd hún er umhverfi sínu og á sama tíma saklaus og barnsleg, hún leyfir sínu innra barni að tjá sig. Þó að mikið af verkum Sjönu Rutar séu djúp og jafnvel heimspekileg á tímum þá tekur hún sjálfa sig ekki of hátíðlega og er því óhrædd við að sýna á sér húmorískar eða glettnar hliðar ásamt hennar smitandi gleði yfir einföldu hlutunum í lífinu.
Sjana sækir innblástur í sársauka sinn og annarra, persónulega lífsreynslu og hennar óbilandi trú á draumum sínum og vonum. Listin gefur fólki innsýn inn í bæði dökkan og bjartan hugarheim listakonunnar. List Sjönu er ætluð að ögra fólki og vekja það til umhugsunar, en önnur verk veita þér friðþægingu og vissa flóttleið.
Sjana Rut aðlagar sig umhhverfi, aðstæðum og andlegri líðan hverju sinni og endurspeglast það í verkum hennar svo hvert verk er einstakt, hvert verk hefur sitt eigið líf og sögu að segja.